Ferill 736. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Þingskjal 1099  —  736. mál.




Fyrirspurn


til háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um boð um fjárframlög til einkarekinna háskóla.

Frá Ingibjörgu Isaksen.


     1.      Felur nýlegt boð ráðherra til einkarekinna háskóla um að skólarnir hljóti óskert fjárframlög frá ríkinu gegn afnámi skólagjalda það í sér að framlög úr ríkissjóði til háskólastigsins aukist eða er um að ræða skiptingu þess fjár sem nú þegar hefur verið veitt til háskólastigsins?
     2.      Ef um skiptingu er að ræða, hvert er fyrirkomulag hennar og hvernig hefur hún áhrif á aðra en þá sem fjárveitingin nær til ef allir einkareknir háskólar landsins þiggja framangreint boð?
     3.      Hvernig hyggst ráðherra mæta áhyggjum nemenda og stjórnenda á háskólastigi af því að rekstrartekjur háskóla og gæði náms sem þeir bjóða skerðist talsvert ef skólarnir þiggja framangreint boð?
     4.      Hyggst ráðherra bjóða öðrum skólum, sem bjóða sérnám til sérstakra starfsréttinda en hafa ekki hlotið viðurkenningu sem háskólar, sambærilegan styrk í ljósi þeirra sjónarmiða sem fylgja umfjöllun um framangreint boð?


Skriflegt svar óskast.